| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Pennant vonast eftir tækifæri
Jermaine Pennant hefur spilað tvo frábæra deildarleiki, gegn Birmingham og Fulham. Í leikjunum tveimur hefur hann verið gífurlega góður og verið að mörgum talinn maður leiksins í þeim báðum. Hann vonar að frammistaða hans nægi til að Rafael Benítez gefi honum tækifæri í leiknum gegn Chelsea, en hann sat á bekknum í síðustu viðureign liðanna.
"Það er mikið mál fyrir þjálfarann að velja mig í liðið fyrir Chelsea leikinn vegna þess að liðið hefur verið að gera frábæra hluti. Við verðum bara að bíða og sjá til, en ef ég er á bekknum þá mun ég væntanlega njóta þess.
Ég verð ekki hræddur fyrir þessa stóru leiki - ég hlakka til þeirra. Sama hvaða ákvörðun stjórinn tekur þá mun þetta verða frábær leikur og ég óska stjóranum alls hins besta í honum. Hann hefur leikmenn sem að spila í augnablikinu með Torres og Gerrard rétt fyrir aftan þá, ég tel mig geta spilað á vængnum því það er mín staða."
Jermaine hefur átt við mikil meiðsli að stríða á tímabilinu og hefur ekki verið að leika jafn mikið á þessari leiktíð og hann gerði á þeirri síðustu. Hann hinsvegar hlakkar til að ná sér á fullt aftur og hefja nýja leiktíð.
"Í byrjun leiktíðar var mér að ganga vel og lék meðal annars úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í fyrra. Meiðsli héldu mér svo frá í fjóra mánuði og það er erfitt að ætlast til að fá að hoppa beint í liðið þegar það er leikmaður í stöðunni þinni sem er að spila vel.
Það eru vonbrigði að meiðast en ég verð bara að komast í leikform aftur. Að spila ekki í fjóra mánuði, það mun taka sinn tíma að komast í mitt gamla form en í síðustu tvemur til þremur leikjum hef ég verið að spila vel, og ég hlakka til næstu leiktíðar."
Jermaine Pennant skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool á síðustu leiktíð gegn Chelsea á Anfield Road, en það var hans eina mark á síðustu leiktíð. Núna er hins vegar allt annað upp á teningnum en hann er kominn með helmingi fleiri mörk á þessu tímabili, en þau er tvö talsins. Hann skoraði einmitt í leiknum gegn Fulham sem fram fór fyrir skömmu, og Newcastle fyrr í vetur.
"Það er mikið mál fyrir þjálfarann að velja mig í liðið fyrir Chelsea leikinn vegna þess að liðið hefur verið að gera frábæra hluti. Við verðum bara að bíða og sjá til, en ef ég er á bekknum þá mun ég væntanlega njóta þess.
Ég verð ekki hræddur fyrir þessa stóru leiki - ég hlakka til þeirra. Sama hvaða ákvörðun stjórinn tekur þá mun þetta verða frábær leikur og ég óska stjóranum alls hins besta í honum. Hann hefur leikmenn sem að spila í augnablikinu með Torres og Gerrard rétt fyrir aftan þá, ég tel mig geta spilað á vængnum því það er mín staða."
Jermaine hefur átt við mikil meiðsli að stríða á tímabilinu og hefur ekki verið að leika jafn mikið á þessari leiktíð og hann gerði á þeirri síðustu. Hann hinsvegar hlakkar til að ná sér á fullt aftur og hefja nýja leiktíð.
"Í byrjun leiktíðar var mér að ganga vel og lék meðal annars úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í fyrra. Meiðsli héldu mér svo frá í fjóra mánuði og það er erfitt að ætlast til að fá að hoppa beint í liðið þegar það er leikmaður í stöðunni þinni sem er að spila vel.
Það eru vonbrigði að meiðast en ég verð bara að komast í leikform aftur. Að spila ekki í fjóra mánuði, það mun taka sinn tíma að komast í mitt gamla form en í síðustu tvemur til þremur leikjum hef ég verið að spila vel, og ég hlakka til næstu leiktíðar."
Jermaine Pennant skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool á síðustu leiktíð gegn Chelsea á Anfield Road, en það var hans eina mark á síðustu leiktíð. Núna er hins vegar allt annað upp á teningnum en hann er kominn með helmingi fleiri mörk á þessu tímabili, en þau er tvö talsins. Hann skoraði einmitt í leiknum gegn Fulham sem fram fór fyrir skömmu, og Newcastle fyrr í vetur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan