| AB

Liverpool vann Luzern

Liverpool vann fyrri leikinn í æfingabúðum sínum í Sviss gegn Luzern. Ber að merkja að þessi leikskýrsla er skrifuð út frá umsögnum um leikinn.

Fyrri hálfleikur var mun fjörugri en síðari. Dani Pacheco lagði lystilega vel upp mark fyrir Lucas á 10. mínútu. Sending hins 17 ára Pacheco gerði eftirleikinn auðveldan fyrir Brassann. Jöfnunarmark Luzern kom tveimur mínútum síðar eftir sendingu inn í teig Liverpool þar sem Degen tapaði skallaeinvígi við fjærstöngina. Mario Gavranovic afgreiddi boltann í markið. Klaufalegt mark að sögn. Andryi Voronin skoraði sigurmark leiksins á 36. mínútu þegar hann vippaði boltanum yfir markvörð Luzern. Glæsilegt mark. Liverpool þótti spila einkar vel í fyrri hálfleik þar sem Voronin, Pacheco og Benayoun héldu spilinu gangandi. Síðari hálfleikur var tíðindalítill.

Liverpool: Cavalieri, Insua (Kuyt 80. mín.) Carragher (Hyypia 46. mín.), Agger (Skrtel 46. mín.), Degen (Darby 46. mín.), Leto (Aurelio 55. mín.), Plessis (Spearing 62. mín.), Leiva, Benayoun (Babel 46. mín.), Voronin og Pacheco (Mascherano 77. mín.). Varamenn: Hansen, Dossena og Gerrard.

Mörk Liverpool: Lucas Leiva (10. mín.) og Andriy Voronin (36. mín.).

Áhorfendur: 9.000.

Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Daniel Pacheco.

Álit Rafael Benítez: Mér fannst margt jákvætt í þessum leik. Markmiðið var að auka úthald leikmanna. Þetta var góður leikur og það var nóg af marktækifærum.

Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.

Sebastian Leto er í baráttunni á myndinni.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan