Markalaust í Berlín
Liverpool gerði markalaust jafntefli við Hertha Berlin á hinum fræga Ólympíuleikvangi í Berlín í kvöld. Þetta var síðasti leikur Liverpool á meginlandinu í bili því nú heldur allur hópurinn heim til Liverpool. Þar verður æft á Melwood næstu daga.
Fyrri hálfleikur var tíðindalaus og varla að færi gæfist. Heimamenn voru þó sterkari aðilinn. Rafael Benítez skipti út allri vörninni nema markmanni í leikhléi.
Það færðist fjör í leikinn í síðari hálfleik. Heimamenn vildi fá víti en fengu ekki. Það voru á hinn bóginn gestirnir sem fengu víti á 50. mínútu. Þá var brotið á Andriy Voronin innan teigs þegar varnarmaður togaði í hann. Hann tók vítaspyrnuna sjálfur en varamarkvörðurinn Christian Fieldler gerði sér lítið fyrir og varði í horn. Þar brást markahæsta manni undirbúningstímabilsins illa bogalistin. Hann lék þó vel og spilaði allan leikinn. Aðeins Javier Mascherano lék líka allan leikinn í liði Liverpool. Þetta var síðasti leikur hans áður en hann heldur til undirbúnings fyrir Olympíuleikana í Peking.
Nýju bakverðirnir Philipp Degen og Andrea Dossena þóttu styrkja sóknarleik Liverpool í síðari hálfleik með góðum rispum fram kantana. Um miðjan hálfleikinn varði Diego Cavalieri frábærlega skalla frá Cicero en annars var ekki mikið um færi til leiksloka. Heimamenn sóttu nokkuð undir lokin. Vörn Liverpool gaf ekkert eftir og David Martin, sem þá var kominn í markið, varði það sem þurfti. Sæmileg úrslit þegar allt er tekið en vítaspyrnan hefði átt að færa Liverpool sigur.
Liverpool: Cavalieri (Martin), Darby (Degen), Carragher (Skrtel), Agger (Hyypia), Insua (Dossena), Pennant (Benayoun), Mascherano, Plessis (Hobbs), Leto (Spearing), Voronin og Pacheco (Kuyt).
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Andriy Voronin.
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Berlín: 51,641.
Helsta heimild: Liverpoolfc.tv.
Álit Rafael Benítez: Mér fannst leikurinn vera hraður og bæði lið lögðu hart að sér. Við áttum færi en þeir fengu líka sín færi. Jafntefli voru því líklega sanngjörn úrslit. Við gerðum nokkur mistök en það má alltaf búast við því í æfingaleikjum á undirbúningstímabilinu en við gerðum líka margt gott. Það er ekki alltaf auðvelt að spila eins vel og hægt er þegar það vantar fjóra til fimm fastamenn en ungu leikmennirnir eru búnir að standa sig vel. Allir leikmennirnir lögðu sig fram í æfingabúðunum og það var jákvætt fyrir okkur.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni