Philipp Degen meiddur
Svissneski hægri bakvörðurinn Philipp Degen er meiddur á nára og mun líklega missa af byrjun tímabilsins. Degen gat lítið beitt sér á síðasta tímabili vegna þessara meiðsla og fór í uppskurð til að ná fullum bata. Því miður virðist aðgerðin ekki hafa dugað.
Degen meiddist í æfingaferðinni í Sviss í síðustu viku og nú er alveg eins talið líklegt að hann þurfi að fara aftur í uppskurð vegna meiðslanna.
Meiðsli Degen koma ekki á góðum tíma því nýjustu fréttir frá Anfield herma að framtíð Alvaro Arbeloa sé óljós en hann vill víst flytjast aftur til Spánar vegna persónulegra ástæðna. Það er því ljóst að Benítez mun vilja halda í Steve Finnan ef Degen fer í uppskurð og Arbeloa verður seldur.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!