Rafa hrósar Torres
Rafa Benítez hrósaði markaskoraranum Fernando Torres í hástert eftir að sá síðarnefndi hafði tryggt Liverpool sigurinn á Leikvangi ljóssins á laugardaginn.
Það var beðið lengi eftir marki í leiknum en Torres skoraði aðeins 7 mínútum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum þar með sigurinn á þrautseigum mótherjum Sunderland.
Benítez viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að leikmenn Sunderland gerðu vel mestan hluta leiksins og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur.
Hann sagði: ,,Ég held að fyrri hálfleikurinn hafi verið erfiður. Þeir stjórnuðu leiknum fyrstu 45 mínúturnar en áttu ekki nein hættuleg færi fyrir utan eitt skipti. Við vorum undir pressu en það var annað uppá teningnum í síðari hálfleik. Þá stjórnuðum við og gæði sendinga okkur voru mun betri. Við vorum mikið með boltann og miklu betri fram á við."
,,Munurinn í lokin var Torres. Við vitum að hann getur skorað svona mörk en liðið í heild sinni verður að spila vel. Það var einnig mikilvægt að halda hreinu."
Benítez útskýrði einnig hvers vegna hann lét Xabi Alonso ekki byrja leikinn en liðið lék mun betur eftir að hann kom inná í upphafi síðari hálfleiks. Hann bætti við: ,,Xabi var meiddur á fæti og við þurftum að passa hann. Plessis meiddist líka þegar hann fékk högg neðarlega á bakið, þannig að ég þurfti að setja Xabi inná fyrir síðari hálfleikinn."
,,Við vitum að Xabi var kannski bara 80% klár en hann spilaði vel. Xabi er okkar leikmaður og er að spila vel. Ef hann heldur því áfram svona þá verð ég mjög ánægður."
Annað jákvætt fyrir Benítez var endurkoma Martin Skrtel og Fabio Aurelio en þeir voru báðir á varamannabekknum í dag eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Sá síðarnefndi kom svo inná undir lok leiksins.
Hann sagði: ,,Allir stjórar vilja hafa lið sitt klárt fyrir byrjun tímabilsins en við erum með nokkra leikmenn á Ólympíuleikunum og einhverjir eru meiddir. Það var mikilvægt fyrir mig að hafa Gerrard til taks og að sjá Martin Skrtel og Fabio Aurelio aftur í leikmannahópnum í dag."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!