"Ég á markið!"
Það er ekki á hverjum degi sem Jamie Carragher skorar mark. Á laugardaginn átti hann skot að marki Middlesborough sem fór í hendina á Austurríkismanninum Emanuel Pogatetz, varnarmann Boro, og af honum í markið. Flestir fjölmiðlar skrá markið sem sjálfsmark en í Liverpool borg er það talið sem fimmta mark Jamie Carragher fyrir Liverpool og Jamie sjálfur segist eiga markið með húð og hári!
"Ég ætla að eigna mér markiið. En það yrði svo sem ekki neinn heimsendir þó ég fengi ekki markið skráð á mig því ég fer varla að setja nein met í markaskorun eða hvað?"
Öll mörk sem koma þannig til að varnarmenn eiga síðastu snertingu fara fyrir sérstaka dómnefnd sem úrskurðar hvort umrætt mark eigi að flokkast sem sjálfsmark eða hvort það færist til bókar hjá þeim leikmanni sem átti marktilraunina. Það verður því úrskurðað um markið hans Jamie þegar þessi nefnd kemur saman næst. Þangað til teljum, við stuðningsmenn Liverpool, að markið sé það fimmta sem Jamie hefur skorað fyrir Liverpool! Vonandi verður úrskurðarnefndin sammála okkur!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!