Kuyt leikur sinn 100. leik í kvöld
Dirk Kuyt leikur sinn 100. leik fyrir Liverpool gegn Standard Liege í kvöld ef hann verður með. Hann verður 185. leikmaðurinn til að ná þeim áfanga. Rafal Benítez sagði af þessu tilefni að Hollendingurinn væri leikmaður sem allir framkvæmdastjórar myndu vilja hafa í liði sínu.
"Hann er mjög, mjög góður leikmaður fyrir hvaða lið eða leikmannahóp sem er. Hann er frábær atvinnumaður sem getur skorað mörk, og vinnslan í honum er ótrúleg. Hann er líka frábær liðsfélagi þannig að hann er leikmaður sem allir framkvæmdastjórar myndu vilja hafa í hópnum. Hann er alltaf eins í öllum leikjum og æfingum - mjög góður atvinnumaður og góður drengur.
Kuyt hefur skorað mikið í Meistaradeildinni en hann náði sjö mörkum á síðasta tímabili. Benítez segir það enga tilviljun. "Enska úrvalsdeildin snýst mikið um líkamsstyrk en í Meistaradeildinni er meiri áhersla á leikstíl. Hann hefur góðar hreyfingar og þetta gerir honum auðveldara að komast inn á vítateiginn."
Ekki er óliklegt að Dirk láti finna vel fyrir sér í kvöld en mótherjinn er frá Belgíu. Holleningar og Belgar eru auðvitað miklir keppinautar eins og títt er um allar grannþjóðir.
Þess má geta að Fernando Torres spilar sinn 50. leik í kvöld ef hann verður með. Í þeim 49 leikjum sem hann hefur spilað hefur hann skorað 34 mörk. Aðeins einn leikmaður hefur skorað meira í sínum fyrstu 50 leikjum með Liverpool - George Allan fyrir rúmum hundrað árum.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna