Mark spáir í spilin
Liverpool er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar og deilir efsta sætinu með Chelsea. Á sunnudaginn bíður mikil rimma. Ekki á eftir að draga úr látunum fyrir þá sök að Gareth Barry verður á vellinum í sínum gamla búningi.
Fróðleiksmolar frá BBC
- Liverpool deilir efsta sæti deildarinnar með Chelsea sem er með betra markahlutfall.
- Liverpool á þess kost að vinna fyrstu þrjáleiki sína í deildinni en það hefur liðinu ekki tekist að gjöra frá árinu 1994.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu sjö heimsóknum sínum í Miðlöndin.
- Liverpool hefur endað leiki sína vel á leiktíðinni. Öll mörk Liverpool í deildinni hafa komið á síðustu tíu mínútum viðkomandi leikja.
- Sigurmark Dirk Kuyt gegn Standard Liege kom svo þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingu!
- Leikmenn Liverpool feta í fótspor Íslendinga ef svo mætti segja en F.H. var síðasta liðið til að leika á Villa Park. Hafnfirðingar gerðu frækilegt 1:1 jafntefli þar í gærkvöldi.
- Leikur liðanna á Villa Park á síðustu leiktíð. 11. ágúst 2007. Aston Villa : Liverpool. 1:2. Mark Aston Villa: Gareth Barry, víti (85. mín.). Mörk Liverpool: Martin Laursen, sm (31. mín.) og Steven Gerrard (87. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Aston Villa v Liverpool
Liverpool hefur ekki leikið vel það sem af er en liðið hefur samt unnið þrjá leiki sem er alveg magnað. Þetta er góðs viti en svona getur þetta ekki haldið endalaust áfram og eitthvað lið á eftir að leggja þá að velli og líkurnar á því aukast fyrst Steven Gerrard er frá.
Villa hefur byrjað nokkuð vel þrátt fyrir tap á útivelli gegn Stoke í síðustu viku og reyndar átti liðið að vinna þann leik. Staðan breytist bara nokkuð mikið þegar Steven er ekki með Liverpool.
Úrskurður: Aston Villa v Liverpool. 2:1.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum