Gareth Barry fer ekki fet
Það var tilkynnt núna fyrr í vikunni að Gareth Barry færi hvorki til Liverpool eða til einhvers annars liðs. Hann verður sem sagt áfram í herbúðum Aston Villa. Sögunni endalausu, sem er búin að vera í gangi frá því í maí, lauk þar með. Liverpool vildi fyrir alla muni ná Gareth og hann vildi sjálfur fara til Liverpool. Aston Villa setti upp verð en forráðamönnum Liverpool fannst það of hátt og ekkert varð úr vistaskiptum.
Á morgun leiða Liverpool og Aston Villa saman hesta sína á Villa Park og trúlega munu augu allra beinast að Gareth Barry. Það var því ekki skrýtið að blaðamenn skyldu spyrja hann hvort það verði ekki skrýtið fyrir hann að spila gegn Liverpool á morgun. Gareth segist sallarólegur.
"Verður sunnudagurinn eitthvað skrýtinn? Ég er 100% leikmaður Villa svo þetta verður ekkert skrýtið. Ég er búinn að tala við framkvæmdastjórann og ég á ekki eftir að eiga í neinum vandræðum með að leggja mig fram fyrir Villa. Ég mun leggja mig allan fram gegn Liverpool á sunnudaginn. Munu stuðningsmennirnir styðja við bakið á mér? Ég get ekkert annað gert en að leggja mig 100% fram fyrir félagið vegna þess að það er það sem stuðningmennirnir vilja."
Svo mörg voru þau orð!
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen