Sýndum mikinn karakter
Rafa Benítez hrósaði leikmönnum sínum fyrir að sýna mikinn karakter eftir að hafa misst Fernando Torres út af í fyrri hálfleik gegn Aston Villa. Benítez var sáttur með að fá 1 stig út úr leiknum.
,,Ég held að þetta hafi verið erfiður leikur en við hefðum getað unnið hann en líka tapað honum, þegar upp er staðið er því stig gott fyrir bæði lið," sagði Benítez.
,,Það er ljóst að þegar maður er án Gerrard og missir svo Torres af velli að þá verður erfitt að fylla skarð þeirra en liðið lagði hart að sér og ég hrósa leikmönnunum fyrir það. Það var mikil synd að vera án þessara leikmanna vegna þess að við hefðum getað unnið leikinn en það er ekki slæmt að fá stig hérna."
,,Það jákvæða í þessu fyrir okkur er það að Javier Mascherano og Lucas Leiva eru frábærir leikmenn með gott hugarfar og þeir komu sterkir til baka inn í liðið eftir Ólympíuleikana. Það er einnig jákvætt að nú tekur við landsleikjahlé og við munum sjá hvort Torres og Gerrard verði ekki orðnir klárir eftir tvær vikur."
Benítez fannst að liðið hefði getað tryggt sér sigur eftir að hafa bætt spilamennskuna í seinni hálfleik og hann gagnrýndi dómarann fyrir að dæma ekki víti þegar Robbie Keane fór niður í teignum eftir tæklingu frá Nigel Reo-Coker.
,,Eftir að hafa horft á þetta aftur þá get ég sagt að þetta átti að vera víti," sagði Benítez. ,,Staða dómarans var ekki sú besta og þetta gerðist mjög snöggt. Þetta hefði auðveldlega getað verið víti en ég kvarta ekki."
Benítez varði einnig þá ákvörðun sína að skipta Keane útaf en enn og aftur átti hann ekki alveg nógu góðan dag í sókninni.
,,Hann lagði hart að sér. Ég var að reyna að setja ferska fætur inná með Yossi Benayoun síðustu 15 mínúturnar," sagði hann. Robbie lagði hart að sér fyrir liðið. Hann byrjaði úti vinstra megin í fyrri hálfleik og svo lét ég hann spila sem annan sóknarmann eftir það. Hann leggur sig alltaf fram fyrir liðið og hann reynir að láta hlutina gerast fyrir okkur."
,,David Ngog byrjaði mjög vel eftir að hann kom inná. Hann er góður leikmaður og hann átti gott færi í fyrri hálfleik. Hann er leikmaður sem getur haldið boltanum og hann er hreyfanlegur."
Að lokum sagði Benítez að Albert Riera væri nálægt því að skrifa undir en hann vildi ekki meina að líklegt væri að fleiri leikmenn væru keyptir.
,,Samningurinn er nánast í höfn og vonandi klárast málið á mánudaginn," bætti hann við. ,,Ég hef trú á því. Þetta verður gott fyrir okkur vegna þess að hann er góður leikmaður og gefur okkur meira jafnvægi. Hvað varðar kaup á öðrum leikmönnum að ef við sjáum fram á að ná samningum þá munum við reyna."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum