Voronin lánaður til Hertha Berlin
Andriy Voronin hefur verið lánaður til þýska liðsins Hertha Berlin en það var nokkuð ljóst að Úkraníumaðurinn síðhærði myndi ekki fá mörg tækifæri hjá Rafa Benítez á leiktíðinni.
Andriy Voronin hefur skorað 6 mörk í 27 leikjum fyrir félagið og hefur hann ekki náð að festa sig í sessi eftir slitrótt tímabil í fyrra þar sem hann var þó nokkuð meiddur. Hann hefur því ákveðið að grípa tækifærið og halda aftur til Þýskalands en eins og menn líklega muna kom hann á frjálsri sölu til Liverpool frá Bayer Leverkusen.
Dieter Hoeness, forstjóri Hertha Berlin, var mjög ánægður með að fá Úkraínumanninn. "Við völdum að fá Andriy til liðs við okkur því hann þekkir Þýsku deildina vel. Hann talar þýsku og getur spilað í mörgum mismunandi leikkerfum. Andriy sannaði hjá Leverkusen og Liverpool að hann ræður vel við að leika undir álagi. Ég er ánægður með að hafa fundið reyndan sóknarmann því við erum með ungt lið."
Þess má til gamans geta að Andriy Voronin lék gegn Hertha Berlin með Liverpool á undirbúningstímabilinu. Liðin gerðu 0:0 jafntefli og markvörður Hertha varði víti frá Andriy sem var markahæsti leikmaður Liverpool á undirbúningstímabilinu með þrjú mörk.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna