Stærsti nágrannaslagurinn
Mauricio Pellegrino telur að leikurinn milli Manchester United og Liverpool sé mikilvægasti nágrannaslagur í heimi. Þessi argentínski þjálfari aðalliðsins þekkir þetta af eigin raun eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í 1-0 tapi fyrir United í janúar 2005.
Fyrr á ferlinum spilaði hann með Barcelona gegn Real Madrid en hann er ekki í vafa um það hvor nágrannaslagurinn hefur meira vægi í fótboltaheiminum.
,,Hver einasti nágrannaslagur er sérstakur en Manchester United gegn Liverpool er mikilvægasti nágrannaslagurinn í heiminum," sagði þessi 36 ára gamli fyrrum leikmaður í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.
,,Margir í Suður-Ameríku tala um þennan leik, og það sama gildir um Evrópu og Asíu. Ég var heppinn að fá að spila með Barcelona gegn Real Madrid og svo með Liverpool gegn Manchester United. Það var frábært að taka þátt í þessum leikjum."
,,Ef ég væri heima í Argentínu þá myndi ég horfa á þennan leik."
Spurður um sína eigin leiðinlegu reynslu af þessum leik sagði Pellegrino: ,,Ég man að andrúmsloftið var frábært þennan dag. Leikurinn var ekki eins leiðinlegur og lokatölur gáfu til kynna. Ég man að Wayne Rooney skoraði og það var óheppilegt fyrir mig í fyrsta leik."
,,Það var erfitt að spila vegna þess að ég hafði lítið spilað þrjá eða fjóra mánuði á undan, ég var ekki í mínu besta formi."
Í þetta sinn gæti það hjálpað Liverpool að Cristiano Ronaldo er ekki með United. Í staðinn telur Pellegrino að landi sinn, Carlos Tevez, verði maðurinn sem gæta þurfi sérstaklega í leiknum.
,,Cristiano er mikilvægur leikmaður en það mun ekki skipta sköpum fyrir þá vegna þess að þeir eru með marga góða leikmenn. Carlos er góður leikmaður. Hann er mjög sterkur og mikill baráttuhundur. Hann berst alveg til enda. Lykillinn að velgengni í þessum leikjum er að skora mörkin og spila betur en þeir ! Ég held að við séum tilbúnir að standa okkur vel gegn þeim, og við erum tilbúnir að sigra þá. Ég hef mikla trú á leikmönnunum."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!