Mark spáir í spilin
Það er alltaf mikið undir þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína. Svo er einnig núna. Liverpool deilir efsta sætinu með Chelsea en getur skotist í efsta sætið með sigri í þessari hádegisrimmu.
Fróðleiksmolar frá BBC
- Liverpool deilir efsta sæti deildarinnar með Chelsea sem er með betra markahlutfall.
- Liverpool hefur ekki lagt Manchester United að velli á Anfield Road í deildarleik frá því á leiktíðinni 2001/02. Liverpool vann þá 3:1. Michael Owen skoraði tvívegis og John Arne Riise einu sinni.
- Manchester United hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum á Anfield Road.
- Síðasti sigur Liverpool gegn Manchester United á heimavelli var í F.A. bikarnum 2005/06. Peter Crouch skoraði eina mark leiksins.
- Liverpool hefur ekki tapað deildarleik frá því að liðið tapaði 3:0 fyrir Manchester United á páskadag.
- Rafael Benítez heur enn ekki stýrt Liverpool til sigurs í deildarleik gegn Manchester United.
- Bæði lið eru með nyja menn í sínum röðum sem gætu spilað á morgun. Spánverjinn Albert Riera er tilbúinn í slaginn hjá Liverpool og það sama má segja um Búlgarann Dimitar Berbatov hjá Manchester United.
- Albert lék sinn fyrsta leik, sem lánsmaður hjá Manchester City, gegn Manchester United. City vann 3:1!
- Leikur liðanna á Anfield Road á síðustu leiktíð. 16. desember 2007. Liverpool : Manchester United. 0:1. Mark Manchester United: Carlos Tevez (43. mínútu).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Manchester United
Manni finnst rosalegt stutt liðið á leiktíðina til að hafa svona mikilvægan stórleik. Ég hugsa að þetta verði gríðarlega jafn leikur. Ef satt skal segja þá eru þeir Steven Gerrard og Fernando Torres helmingurinn af liðinu hjá Liverpool. Ég er ekki viss hvort annar eða báðir geta leikið og eins er ekki víst hversu vel þeir verða búnir að ná sér af meiðslunum þó þeir spili leikinn. Hvorugur hefur spilað í nokkrar vikur og það er stórleikur framundan í Meistaradeildinni í Marseille á þriðjudaginn. Það er því mikil áhætta að láta þá báða spila.
Það getur verið að Dimitar Berbatov muni spila með United og ég held að hann gæti oðrið mjög góður við hliðina á Wayne Rooney sem spilaði frábærlega með Englendingum á miðvikudaginn. Þegar hann bryst fram miðjuna getur hann gert hluti sem enginn annar enskur leikmaður getur gert.
Úrskurður: Liverpool v Manchester United. 0:0.
Hér eru myndir úr leikjum Liverpool og Manchester United frá liðnum árum!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!