Torres og Gerrard í hópnum
Góðar fréttir berast úr herbúðum Liverpool um þessar mundir en þeir Steven Gerrard og Fernando Torres hafa báðir náð sér af meiðslum sínum og eru í leikmannahópnum fyrir stórleikinn gegn Manchester United á morgun.
Þeir félagar kláruðu létta æfingu á Melwood í morgun og geta því mætt Sir Alex Ferguson og hans mönnum á morgun.
,,Þeir eru báðir mun betri," staðfesti Benítez. ,,Þeir kláruðu æfingu í morgun. Þetta var ekki mjög erfið æfing, en þeir verða báðir í hópnum. Ef þeir eru í hópnum þá geta þeir spilað. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa þessa gæðaleikmenn sem geta breytt gangi leiksins. Ég er ekki hissa á því að þeir séu orðnir góðir vegna þess að læknaliðið hefur unnið gott starf og leikmennirnir hafa lagt hart að sér með sjúkraþjálfurunum til þess að verða góðir af sínum meiðslum."
Það er því ljóst að engin ný meiðslavandræði eru fyrir hendi fyrir leikinn gegn United, en reyndar verður Lucas ekki með eftir að hafa komið seint til Englands eftir að hafa spilað með landsliði Brasilíu í vikunni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni