Snúum blaðinu við!
Liverpool hefur vegnað illa í deildarleikjum gegn Manchester United síðustu leiktíðirnar. Liverpool vann síðast deildarsigur gegn Manchester United á Anfield Road 2001. Síðasti deildarsigur Liverpool gegn meisturunum vannst á Old Trafford undir vor 2004. Við bætist að Rafael Benítez hefur enn ekki náð að stýra Rauða hernum til sigurs gegn Rauðu djöflunum í deildarleik. Litlu hefur þó jafnan munað og nú eru menn í herbúðum Liverpool staðráðnir í að snúa blaðinu við!
Rafael Benítez: Auðvitað er þetta stórleikur fyrir okkur en hann það líka fyrir þá en ég held að það muni veita leikmönnunum aukið sjálfstraust ef við náum að vinna sigur í leiknum. Við viljum vinna hvern einasta leik og þá sérstaklega gegn bestu liðunum. Það verður líka að vinna stórleikina ef það á að vera með í baráttu um titilinn."
Jamie Carragher: Ég hef ekki mikla trú á tali um heppni og óheppni. Ég trúi því miklu heldur að maður uppskeri eins og maður sáir. United hefur náð yfirhöndinni yfir okkur síðustu árin. Smáatriði geta ráðið úrslitum í knattspyrnu. Þess vegna hafa þeir verið betri en við og við þurfum að snúa við blaðinu. Þetta er stórleikur. Leikirnir við United og Everton eru fyrstu leikirnir sem maður leitar að þegar leikjadagskráin er birt. Vonandi náum við þremur stigum því það myndi gefa okkur góðan skammt af sjálfstrausti fyrir leiktíðina."
Mikil spenna er í Liverpool fyrir leikinn sem hefst á Anfield Road rétt fyrir hádegið á morgun. Að sjálfsögðu er löngu uppselt á leikinn. Meira að segja George Gillett ætlar að mæta á svæðið en það eru nú reyndar ekki allir jafn ánægðir með það! Allir bestu leikmenn Liverpool, utan einn, eru leikfærir og tilbúnir í slaginn. Undantekningin er Lucas Leiva en hann kom seint heim frá Brasilíu eftir að hafa spilað landsleik þar í vikunni. Nú í dag var staðfest að þeir Steven Gerrard og Fernando Torres, sem hafa verið meiddir, verði í leikmannahópi Liverpool. Það skiptir þó ekki máli hverjir spila. Þeir sem spila verða einfaldlega að standa vaktina og snúa við blaðinu frá síðustu leikjum við Manchester United.
Hér eru myndir af leikmönnum Liverpool við æfingar fyrir leikinn á morgun.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni