Frábært augnablik!
Ryan Babel skoraði sigurmark Liverpool gegn Manchester United á laugardaginn. Hann var bara búinn að vera inni á vellinum í sex mínútur þegar hann skoraði þetta mikilvæga mark.
Hollendingurinn segir það hafa verið frábæra stund þegar hann sendi boltann í mark Manchester United. Það fannst reyndar öllum heimamönnum á Anfield Road, í Liverpool og víðar!
"Þetta var frábær stund fyrir mig og liðið. Áður en ég kom inn á völlinn þá sagði framkvæmdastjórinn mér að færa líf í leikinn. Hann sagði að ég hefði alltaf gert það þegar ég hefði komið inn sem varamaður og bað mig að reyna það líka núna. Það var gott að markið kom seint í leiknum því það gaf þeim ekki mikinn tíma til að jafna."
"Markið var mikilvægt, fyrir mig og liðið, því leiktíðin er að byrja og við viljum byrja vel. Vonandi get ég skorað fleiri mikilvæg mörk því það er mikið af leikjum eftir og mörg stig eftir í pottinum. Það er alltaf gaman að skora mörk gegn stórliðum og ekki síst Manchester United. Ég hugsa að tilfinningin sé enn sætari vegna þess að ég kom inn sem varamaður seint í leiknum. Við viljum vera með í baráttunni til loka leiktíðar og sigur í svona leikjum gefur betri möguleika á því."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!