Steven er einstakur
Steven Gerrard átti stórleik gegn Marseille á þriðjudagskvöldið. Hann skoraði bæði mörk Liverpool og þau tryggðu 2:1 sigur. Rafael Benítez sparði ekki hrósið handa fyrirliðanum sínum eftir leikinn.
"Þessi leikur var enn eitt dæmið um hversu mikil áhrif Steven Gerrard hefur á liðið okkar. Hann er einfaldlega einstakur. Að skora tvö svona mörk, og það fyrra jafn glæsilegt og raun var á, þegar maðurinn er nýbúinn að ná sér eftir aðgerð sýnir hversu mikilvægur hann er fyrir okkur."
"Steven var þó ekki sá eini sem lét til sín taka. Liðið átti mjög traustan leik. Allir lögðu hart að sér og það gladdi mig mest. En Steven sýndi að hann getur breytt gangi leikja upp á sitt einsdæmi."
Það hafa margir orðið til þess að tjá sig um fyrra markið sem Steven Gerrard skoraði gegn Marseille. Markið var stórkostlegt og Rafael Benítez segir markið einstakt.
"Fyrsta markið hans var ótrúlegt. Þetta var stórkostlegt skot og það breytti gangi leiksins. Markið var einfaldlega svo fallegt að maður á líklega ekki eftir að sjá mörg svona mörk næstu tíu árin."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni