Óreyndir fá tækifæri
Lið Liverpool verður örugglega nokkuð breytt í kvöld frá síðustu leikjum. Rafael Benítez varar þó leikmenn sína við vanmati því síðasti bikarleikur Liverpool á Englandi endaði með skelfingu. Hver man ekki eftir því hvernig leik Liverpool og Barnsley í F.A. bikarnum lauk?
"Við erum að fara að spila í mikilvægri keppni en á hinn bóginn þá gefur keppnin okkur færi á að nota leikmannahópinn okkar. Við verðum þó að fara varlega. Við viljum vinna þennan leik og keppnina. Við getum notað einhverja af ungu leikmönnunum en við verðum samt að velja lið sem við teljum að muni vinna sigur. Við ætlum að nota einhverja af ungliðum okkar því þeir æfa hér alla daga og eiga skilið að fá tækifæri til að spila núna. Þetta verður gott tækifæri fyrir þá ungu leikmenn sem verða valdir í liðið og þeir geta nú sýnt okkur hvað í þeim býr."
Staðfest hefur verið að brasilíumaðurinn Diego Cavalieri muni standa í marki Liverpool í kvöld. Hann þótti lofa góðu í þeim æfingaleikjum sem hann spilaði í sumar. Talið er líklegt að Svisslendingurinn Philipp Degen spili sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool. Svo eru ungliðar á borð við Nabil El Zhar, Emiliano Insua, Damien Plessis og David Ngog tilbúnir í slaginn. Þá er bara að vona að þessir strákar grípi sitt tækifæri og sýni hvað í þeim býr fái þeir að spila gegn Crewe í kvöld.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!