Heimkoma Danny O'Donnell
Uppeldissonur Liverpool, Danny O'Donnell, sneri heim á fornar slóðir þegar hann lék með Crewe gegn Liverpool í fyrrakvöld. Þrátt fyrir 2:1 tap þá naut hann þess að koma heim og leika gegn gamla liðinu sínu. Danny lék reyndar aldrei opinberan leik með Liverpool áður hann gekk til liðs við Crewe fyrir rúmu ári. Hann var á sínum tíma talinn einn efnilegasti varnarmaður hjá Liverpool og hefur staðið sig vel hjá Crewe. En það var frábært að koma heim!
"Þetta var alveg magnað kvöldstund. Alveg frá upphafi þegar áhorfendur í troðfullri Kop stúkunni sungu You'll Never Walk Alone og til loka leiksins. Við stóðum okkur líka með sóma þannig að þetta var frábær reynsla fyrir okkur alla. Það var gaman fyrir mig að koma hingað aftur og sjá framan í gömul andlit. Mér fannst að ég hafi bara náð að standa mig nokkuð vel og þá sérstaklega þegar mið er tekið af því við hvaða leikmenn var að fást við. Ég skal alveg viðurkenna að hjartað sló svolítið hraðar þegar ég sá Fernando koma inn á og svo Robbie Keane. Þeir eru alveg frábærir leikmenn og ég mun aldrei gleyma þeirri upplifun að spila á móti þeim."
Daginn fyrir leik fékk Danny tækifæri til að skoða sig um á fornum slóðum. Steve Holland, framkvæmdastjóri Crewe, fór þá með leikmenn sína í skoðunarferð um Anfield. Hann taldi það vera gott fyrir leikmennina svo þeir myndu síður fá sviðsskrekk þegar kæmi að leiknum sjálfum. Danny sagðist reyndar sjálfur hafa getað verið leiðsögumaður í skoðunarferðinni!
"Sagan er svo mikil hérna á Anfield og Steve vildi ekki að staðurinn myndi verða yfirþyrmandi fyrir yngri leikmennina. Félagið er tröllaukið og allar hefðirnar hérna segja sína sögu. Ég hefði reyndar getað verið leiðsögumaður í skoðunarferðinni því ég þekki hvern krók og kima hérna."
Danny O'Donnell er til vinstri á myndinni hér að ofan. Hann fagnar fagnar með félögum sínum markinu sem Crewe skoraði gegn Liverpool á Anfield Road.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!