Óheppnin eltir Philip Degen
Það má með sanni segja að óheppnin elti Svisslendinginn Philipp Degen. Hann meiddist illa í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Hann lenti í samstuði við einn leikmann Crewe og varð að fara af leikvelli á 73. mínútu.
Eftir leik kom í ljós að Philipp hafði síðubrotnað og munu tvö rifbein vera brotin. Hann spilar því ekki næstu vikurnar. Það má með sanni segja að óheppnin elti Philipp því hann meiddist snemma á undirbúningstímabilinu og þetta var fyrsti leikur hans með aðalliðinu eftir þau meiðsli.
Philipp þótti hafa staðið sig vel þann tíma sem hann lék gegn Crewe. Hann var búinn að eiga góðar rispur fram hægri kantinn. Það verður þó bið á því að hann spili aftur með Liverpool en vonandi verður hann fljótur að jafna sig.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna