Pennant vonast eftir fleiri leikjum
Jermaine Pennant spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Crewe og nú vonast hann eftir því að fá fleiri tækifæri með aðalliðinu eftir góða frammistöðu.
Pennant hefur ekki komist í 18 manna hópinn fyrr á tímabilinu og hafa margir velt því fyrir sér hvort að dagar hans hjá félaginu séu taldir. Hann átti sendinguna sem rataði á kollinn á Lucas Leiva í sigurmarkinu og nú vonast hann til þess að Benítez gefi sér fleiri tækifæri.
,,Ef maður fær tækifæri þá verður maður að nýta það og þegar lið koma á Anfield þá líta þau á það sem bikarúrslitaleik og gera okkur erfitt fyrir," sagði Pennant. ,,Við erum með breiðan og sterkan hóp og þess vegna er svo erfitt að komast í liðið en ég held áfram að æfa og sjá hvað gerist."
,,Það var gaman að fá að spila - hvort sem það er í Deildarbikar eða einhverjum öðrum leik þá er gott að taka þátt og ég naut hverrar einustu mínútu. Þetta gefur okkur tækifæri á því að spila annan leik og ef við erum heppnir með drátt þá getum við komist lengra í keppninni."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna