Sami vill komast til Wembley!
Sami Hyypia stóð vaktina vel í vörn Liverpool gegn Crewe í Deildarbikarnum í fyrrakvöld. Yfirstandandi leiktíð er líklega sú síðasta sem Finninn spilar með Liverpool og hann hefur mikinn hug á að komast til Wembley áður en leiktíðinni lýkur og vinna Deildarbikarinn. Fyrsta hindrunin á leiðinni til Wembley var yfirstigin þegar Liverpool sló Crewe út. Það reyndist þó ekkert formsatriði.
"Við þurftum að hafa fyrir hlutunum gegn Crewe en leikir gegn liðum úr neðri deildum eru alltaf erfiðir því þessi lið berjast þar til leikjunum lýkur og það gerðist í þessum leik. Við hefðum kannski getað leikið svolítið betur í síðari hálfleiknum en þetta var erfiður leikur og þegar upp var staðið þá erum við bara ánægðir með að hafa komist áfram. Þetta var hörkubarátta og ég er ánægður því kannski er Deildarbikarinn keppni sem ég fæ að taka þátt í. Ég er því mjög ánægður með að því skyldum komast áfram og vonandi fá ég þá að spila aftur. Ég hef ekki spilað á Wembley og þess vegna yrði það frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila þar."
Sami Hyypia hefur tvívegis unnið Deildarbikarinn. Fyrst árið 2001 þegar Liverpool vann Birmingham City í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli eftir framlengingu. Sami vann svo þennan titil aftur árið 2003 þegar Liverpool lagði Manchester United að velli 2:0. Sami var fyrirliði í þeim leik og tók við bikarnum í leikslok. Hann var líka í liði Liverpool sem tapaði 3:2 fyrir Chelsea í úrslitaleik árið 2005. Allir þessir leikir fóru fram á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Liverpool hefur enn ekki leikið á hinum nýja Wembley en vonandi tekst að komast þangað á þessari leiktíð!
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu