Jose Reina er á varðbergi
Nú styttist í grannaslag Liverpool og Everton. Jose Reina veit að það bíður erfiður leikur á Goodison Park á laugardaginn. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Daily Star.
"Ég er núna búinn að búa í Liverpool í nokkur ár og skil vel hvernig stuðningsmennirnir hugsa. Við þurfum ekki að bara að vinna leikinn til að leggja keppinauta okkar að velli því við þurfum líka að sanna að það var ekki bara nein heppni að við skyldum komast á topp deildarinnar."
"Við vitum að leikmenn Everton munu leggja sig alla fram og koma í miklum ham til leiks og þá sérstaklega vegna þess að þeir eru að spila á heimavelli. Þetta verður hættulegur leikur og við verðum að reyna að ná tökum á leiknum frá mínútu með það að markmiði að vinna sigur. Ég hef þá trú að við munum vinna leikinn ef við spilum eins vel og við getum. Við gerðum mistök í leiknum við Stoke og það var ekki sanngjarnt að leiknum skyldi ljúka 0:0 en núna verðum við að fara að einbeita okkur að leiknum við Everton. Það er mikið eftir af Úrvalsdeildinni og við stefnum að því að gera ekki mörg mistök núna í upphafi. Ef við ætlum að vinna titilinn þá getum við ekki leyft okkur að tapa mörgum stigum á Anfield."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni