Mark spáir í spilin
Síðasti deildarleikur Liverpool olli vonbrigðum og nú þarf að berja sig saman því næsti leikur er af erfiðustu gerð. Ekki er ferðalagið strangt og enda aðeins tæpir tveir kílómetrar milli Anfield Road og Goodison Park. Everton bíður handan Stanley garðsins og það verður ekkert slegið af í þessari Mersey bakka rimmu frekar en fyrri daginn. Sigur kemur Liverpool í efsta sætið í bili að minnsta kosti.
Fróðleiksmolar frá BBC
- Liverpool og Everton leiða saman hesta sína í 208. skipti í grannarimmu.
- Liðin keppa í 179. skipti í deildarleik.
- Liverpool hefur aðeins skorað fimm mörk í deildarleikjunum fimm.
- Jose Reina hefur haldið marki sínu hreinu í sex af síðustu níu deildarleikjum.
- Everton hefur á hinn bóginn fengið á sig mark eða mörk í síðustu tíu leikjum.
- Staðan hefur verið jöfn í hálfleik í öllum deildarleikjum Liverpool á leiktíðinni.
- Dirk Kuyt skoraði bæði mörk Liverpool í 2:1 sigri á Goodison Park úr vítaspyrnum. Hann varð þar með fyrstur leikmanna til að skora úr tveimur vítaspyrnum í sama Mersey bakka slagnum.
- Þeir Alvaro Arbeloa, Andrea Dossena, Robbie Keane og Albert Riera gætu allir leikið í fyrsta sinn gegn Everton.
- Sigur kemur Liverpool í efsta sætið í deildinni í bili að minnsta kosti.
- Leikur liðanna á Goodison Park á síðustu leiktíð. 20. október 2007. Everton : Liverpool. 1:2. Mark Everton: Sami Hyypia, sm. (38. mín.). Mörk Liverpool: Dirk Kuyt (54. mín. víti og 90. mín. víti).
Spá Mark Lawrenson
Everton v Liverpool
Vörnin hjá Everton er alveg úti á túni en sóknarleikurinn er mjög góður. Hádegisleikirnir eru aldrei mjög góðir því leikmenn eru jafnan hálfsofandi og þess vegna held ég að við gætum fengið fullt af mörkum. Það hefur gengið upp og ofan hjá þessum liðum hingað til á leiktíðinni og ég held að það verði mikið af mistökum í þessum leik.
Úrskurður: Everton v Liverpool 2:2.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni