Kuyt getur verið heillagripurinn minn á Goodison
Rafa Benítez trúir því að Dirk Kuyt geti aftur verið hetja Liverpool á Goodison í nágrannaslagnum. Kuyt hefur ekki skorað í Úrvalsdeildinni í 10 mánuði og það er kominn tími á mark þar hjá Hollendingnum.
Á síðasta tímabili skoraði Kuyt tvö mörk úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Everton á Goodison. Síðan þá hefur hann aðeins skorað 1 mark í deildinni en það var gegn Newcastle í nóvember. Benítez telur Kuyt hafi persónuleikann og getuna til þess að skora þegar mest á reynir og trúir því að Kuyt geti orðið hetja enn og aftur þegar Everton og Liverpool leiða saman hesta sína á laugardaginn.
,,Maður veit að Kuyt getur alltaf skorað mörk. Hann sýndi það þegar við spiluðum gegn Everton á Goodison á síðasta tímabili að hann höndlar pressuna vel þegar kemur að stóru leikjunum og ég er viss um að hann geti gert það aftur."
,,Hann er orðinn vanur því að skora mikilvæg mörk á mikilvægum augnablikum. Ef maður skoðar tölfræðina hans í Meistaradeildinni þá er hún mjög góð, hann skoraði á lokamínútunum í síðasta mánuði gegn Standard Liege sem kom okkur í riðlakeppnina. Það mark voru verðlaunin fyrir það sem hann lagði í þann leik og ég er viss um að ef hann heldur áfram að leggja hart að sér þá muni hann uppskera aftur."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!