Benayoun og Mascherano tæpir
Þeir Yossi Benayoun og Javier Mascherano eru tæpir á því að ná leiknum við Everton en þeir eiga báðir við smávægileg meiðsli að stríða, Mascherano er meiddur á kálfa og Benayoun á ökkla.
Hinsvegar er Fabio Aurelio búinn að ná sér af ökklameiðslum og verður líklega í hópnum á morgun.
,,Javier og Yossi eru aðeins meiddir og við verðum að tala við lækninn og sjá hvernig þeir verða á æfingu í dag," sagði Benítez. ,,Það er ljóst að við munum ekki ákveða hvort þeir verði með gegn Everton fyrr en rétt fyrir leik."
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta séu slæm tíðindi fyrir Liverpool og þá sérstaklega varðandi Mascherano. Búast má við harðri baráttu gegn Everton og því verður erfitt að fylla skarð hans ef hann verður ekki með.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna