Dirk vill endurtaka leikinn frá því í fyrra
Dirk Kuyt vill endurtaka leikinn frá því í fyrrahaust þegar hann skoraði bæði mörk Liverpool í 2:1 sigri á Goodison Park. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum. Dirk hefur enn ekki skorað deildarmark á þessu ári svo það væri fullkomið ef hann næði að skora á morgun.
"Þetta var hápunktur ferils míns fram að þessu. Ég hafði aldrei tekið tvær vítaspyrnur í saman leiknum hvað þá í grannaslag og annað þeirra á síðustu mínútunni sem tryggði okkur sigur. Það má horfa til baka og velta því fyrir sér hversu mikilvægt augnablik þetta og hversu mikil pressa var á mér en á þeim tímapunkti var ég bara að einbeita mér að því að skora. Þetta var alveg ótrúlegur leikur og það var virkilega skemmtilegt fyrir mig að skora tvö mörk."
"Þetta eru öðruvísi leikir en aðrir en mér finnst mestu máli skipta að reyna að njóta þess að taka þátt í þeim. Maður fær ekki svo ýkja mörg tækifæri á ferli sínum til að spila í svona leikjum og þess vegna á maður að njóta þeirra. Við stefndum að því að byrja leiktíðina vel og það hefur tekist hingað til. Núna verðum við að halda okkar striki og vinna leiki. Ef við náum að vinna á Goodison Park þá höfum við byrjað leiktíðina mjög vel. "
Hér má sjá vítaspyrnurnar sem Dirk skoraði úr í fyrra!
Víti númer 1...
Víti númer 2...
Með vítaspyrnunum tveimur komst Dirk Kuyt í annála fyrir að verða fyrsti maðurinn í sögunni til að skora úr tveimur vítaspyrnum í sama leiknum milli Liverpool og Everton.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!