Knattspyrnumenn verða að þola sársauka
Slóvakinn Martin Skrtel er nú að ná sér eftir slæm meiðsli sem hann varð fyrir gegn Manchester City um síðustu helgi. Það vissu allir sem eitthvað þekkja til Slóvakans að hann var illa meiddur þegar hann lá sárþjáður á vellinum og bað um aðstoð. Það var kaldhæðnislegt að stuttu áður hafði Martin rætt um sársaukann sem getur fylgt knattspyrnunni.
“Ég gefst ekki auðveldlega upp og ég er tilbúinn að leggja hart að mér til að ná því fram sem ég vil. Ég hika svo ekki við að fórna mér fyrir liðið. Ég hef svo sem fengið að finna fyrir því frá því ég kom til Liverpool en ég reyni að láta ekki sjást að ég finni til. Ef maður er knattspyrnumaður þá verður maður að þola sársauka. Ef maður þolir hann ekki þá er maður í röngu starfi. Það er líka óhætt að segja að maður þurfi að vera viðbúinn því að þola sársauka ef maður spilar í miðri vörninni."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!