Allir kátir!
Fernando Torres var auðvitað glaður eftir sigur Liverpool á Everton enda skoraði hann bæði mörkin sem tryggðu Liverpool sigur. Ekki spillti það gleðinni að hann var að skora í fyrsta sinn frá því á fyrsta leikdegi leiktíðarinnar. En hann gladdist ekki bara fyrir sína hönd heldur allra sem tengjast Liverpool F.C.
"Ég er svo ánægður fyrir hönd alls starfsliðsins, framkvæmdastjórans og allra leikmannanna. En ég gleðst líka fyrir hönd verkamannanna í verksmiðjunum, skrifstofufólksins, þeirra sem vinna á veitingastöðunum, hótelum og öldurhúsum. Einfaldlega allra sem óskuðu þess svo heitt að þessi leikur skyldi vinnast. Mig langar að tileinka mörkin þessu fólki sem þakklætisvott fyrir stuðning þess við mig. Ég vona að ég hafi náð að gleðja þetta fólk með því að vinna sigur í leiknum. Þegar við sigrum þá sigrum við saman. Þess vegna deilum við þessum sigri milli okkar allra. Þetta snýst ekki um einn leikmann."
Þetta er bara eins og talað út úr munni Bill Shankly!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni