Umsagnir
Staðarblöðin í Liverpool fylgjast jafnan vel með þegar nágrannaslagur fer fram í borginni. Svo var einnig nú og staðarblaðið Daily Post gaf leikmönnum Liverpool umsagnir. Það er alltaf gaman að velta mismunandi áliti manna á leikjum og framg0ngu leikmanna. Hér er álit Daily Post á leikmönnum Liverpool.
PEPE REINA
Everton hefur enn ekki haldið hreinu á þessari leiktíð en Spánverjinn hélt þarna hreinu í sjötta sinn á sparktíðinni. Hann þurfti varla að verja skot en heppnin var samt með honum þegar dæmd var aukaspyrnu á Belgann Marouane Fellaini sem náði skoti sem Jamie Carragher bjargaði á marklínu. Einkunn: 7.
ALVARO ARBELOA
Hann lét finna vel fyrir sér og fékk líka að finna fyrir því sjálfur. Hægri bakvörðurinn var í eldlínunni í derby leiknum og var bókaður fyrir harða atlögu að Tim Cahill. Einkunn: 6.
ANDREA DOSSENA
Þessi dýrasti varnarmaður í sögu félagsins á enn eftir að sannfæra marga stuðningsmenn Liverpool. Staða vinstri bakvarðar hefur um tíma verið vandamál fyrir Rafael Benitez og það er ekki víst að það sér búið að finna lausn á því máli. Einkunn: 6.
MARTIN SKRTEL
Hann hafði betur í miklu einvígi við Ayegbeni Yakubu og hélt helsta ógnvaldi Everton, í sókninni, vel í skefjum. Hann var heppinn að sleppa við refsingu eftir að hafa slegið olnboganum í átt að Nígeríumanninum snemma í leiknum. Einkunn: 7.
JAMIE CARRAGHER
Þar sem Everton hóf leikinn með aðeins einn sóknarmann, og Martin leit eftir Ayegbeni, þá var Jamie nokkurs konar aukamaður í vörninni hjá Liverpool. Hann var vel á verði þegar hann bjargaði á línu frá Marouane Fellaini. Hann vissi ekki að það var, þegar hann bjargaði, búið að dæma aukaspyrnu. Einkunn: 6.
DIRK KUYT
Lagði gríðarlega hart að sér úti um allan völl. Átti þátt í fyrsta markinu þegar hann dró Joleon Lescott út af sínu svæði þannig að Fernando Torres komst á auðan sjó. Einkunn: 7.
XABI ALONSO
Gat ekki beitt sínum mögnuðu sendingum mikið og varð svo fyrir harkalegri tæklingu Tim Cahill seint í leiknum. Hann var sjálfur bókaður snemma leiks fyrir brot á samlanda sínum úr Baskalandi sínum Mikel Arteta. Einkunn: 6.
STEVEN GERRARD
Rafael Benítez skipti honum af velli í síðasta grannaslag á Goodison fyrir að spila af "of miklum eldmóði". Fyrirliði Liverpool spilaði til leiksloka í þetta skiptið og var mjög virkur á miðjunni. Einkunn: 8.
ALBERT RIERA
Hann átti mjög góðan leik í sínum fyrsta leik gegn Manchester United á dögunum. Spænski kantmaðurinn er þó enn að átta sig á hraðanum í Úrvalsdeildinni. Einkunn: 6.
ROBBIE KEANE
Spilaði einn sinn besta leik fram að þessu. Frábær sending hans frá endamörkunum hitti beint á Fernando Torres sem skoraði fyrsta markið. Einkunn: 7.
FERNANDO TORRES
Hann sló heimamenn alveg út af laginu með því að skora tvö mörk á skömmum tíma snemma í síðari hálfleik. Lán sóknarmannsins snerist algerlega við en framan af degi hafði hann átt erfitt uppdráttar og fengið gult spjald fyrir mótmæli. Einkunn: 7.
Varamenn:
FABIO AURELIO, leysti ALBERT RIERA af á 67. mín. Það hefur gengið upp og ofan hjá brasilíska vinstri bakverðinum frá því hann kom til Anfield. Hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik en það skrýtna var að hann var látinn spila um tíma á hægri kantinum. Einkunn: 6.
JERMAINE PENNANT, leysti Robbie KEANE af á 86. mín.
LUCAS LEIVA, leysti XABI ALONSO á 86. mín.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!