| Grétar Magnússon

City leikurinn er prófraun

Rafa Benítez segir að leikurinn við Manchester City sé ákveðin prófraun á það hvort liðið geti bætt sig frá því á síðustu leiktíð.  Síðast þegar liðin mættust á heimavelli City skildu liðin jöfn þar sem leikmenn Liverpool fóru illa með mörg færi.

Sá leikur var einn af mörgum þar sem ekki tókst að koma boltanum í net andstæðinganna sem aftur varð til þess að of margir leikir enduðu með jafntefli á síðasta tímabili.

Nú þegar liðinu gengur allt í haginn í deildinni segir Benítez við leikmenn sína að þeir verði að vinna leikinn á sunnudaginn til þess að halda áfram að gera atlögu að titlinum.

,,Ef maður vill reyna að vinna deildina þá verður maður að sýna stöðugleika - maður verður að vinna marga leiki í röð,"  sagði stjórinn á blaðamannafundi fyrir leikinn.  ,,Það var ljóst á síðasta tímabili að við vorum að spila vel en leikurinn endaði 0-0 þrátt fyrir fjölda færa.  Það er mikilvægt að við gerum réttu hlutina núna."

Benítez var mikið spurður um stjóra City, Mark Hughes og sagði hann:  ,,Hann er frábær stjóri.  Hann var að gera vel hjá Blackburn og vonandi getur hann gert það sama hjá City - eftir leikinn á sunnudaginn."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan