Degen meiddur
Philipp Degen er enn og aftur kominn á sjúkralistann hjá félaginu og verður hann frá í fjórar vikur vegna meiðsla í fæti sem hann hlaut í leiknum gegn Tottenham. Degen var nýkominn til baka úr meiðslum eftir að hafa brákað rifbein.
Alvaro Arbeloa er í banni gegn Bolton um helgina og því verður Rafael Benítez líklega að setja Jamie Carragher í hægri bakvörðinn í þeim leik. Þó gæti Stephen Darby verið valinn en það er þó ólíklegra.
,,Þetta er leitt fyrir Philipp vegna þess að hann hefur verið óheppinn með meiðsli hingað til, en vonandi getur hann komið fljótlega til baka," sagði Rafa Benítez í dag. ,,Það er alltaf vandamál þegar maður er með tvo leikmenn í einni stöðu og annar meiðist, vandamálið er enn meira þegar hinn leikmaðurinn er svo í banni - líkt og með Alvaro um helgina."
,,En við höfum möguleika innan liðsins og við verðum að ákveða hvað við gerum fyrir leikinn við Bolton."
Martin Skrtel og Degen eru því einu leikmennirnir sem ekki geta tekið þátt í leiknum gegn Bolton og Benítez glímir því ekki við mikil meiðslavandræði.
,,Margir leikmenn voru hvíldir í leiknum við Tottenham vegna þess að þeir höfðu verið að spila mikið, en þeir koma til baka um helgina. Þeir hafa litið vel út á æfingum og munu njóta þess að hafa fengið vikufrí frá keppni."
Fernando Torres verður líklega með eftir að hann fékk að spila í klukkustund gegn Tottenham í vikunni.
,,Augljóslega verðum við að passa Fernando og það var alltaf á áætlun að koma honum rólega í gang aftur. Fyrir hans tegund af leikmanni þá eru það líklega nokkrar vikur í það að hann verði aftur í toppformi og því meira sem hann spilar því fljótar mun hann komast þangað."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna