| Birgir Jónsson
TIL BAKA
Óvissa um framtíð Jermaine Pennant
Framtíð Jermaine Pennant hjá Liverpool er í óvissu eftir að hinn 25 ára gamli enski kantmaður komst ekki í hópinn fyrir tapleikinn gegn Tottenham í Deildarbikarnum á miðvikudag. Ef liðið nær ekki að selja Pennant í janúarglugganum á það á hættu að missa hann fyrir ekki neitt í lok tímabilins, þar sem samningur hans er að renna út.
Pennant fékk ekki sæti í hópnum fyrir sigurleikinn á móti West Brom þrátt fyrir að hafa byrjað síðustu tvo deildarleiki þar á undan og missti aftur af sæti í 18-manna hópnum á miðvikudaginn. Því er haldið fram að fjarveru Pennants á White Hart Lane megi rekja til agavandamála, en Pennant hafði byrjað leikinn gegn Crewe í umferðinni á undan.
Fyrr á tímabilinu hafði Rafa Benítez sagði Pennant að hann mundi ekki verða frystur út úr liðinu, þrátt fyrir að ákaft hefði verið reynt að selja hann í sumar. Vængmaðurinn hafnaði möguleika á að ganga til liðs við Stoke City eftir að fimm milljón punda tilboð hafði verið samþykkt, og hann var einnig nálægt því að ganga til liðs við Blackburn Rovers á lokadegi félagaskiptagluggans. Síðastliðnir atburðir eru líklegir til að koma skriði á brottför Pennants. Wigan hafa sýnt áhuga, sem og Bolton sem eru taldir líklegir til að bjóða 3.5 milljónir punda í leikmanninn í janúar.
Það sem flækir málið er samningurinn sem Pennant skrifaði undir þegar hann kom frá Birmingham City fyrir 6.7 milljónir punda í júlí 2006. Samningurinn rennur út í sumar, nema Pennant nái ákveðnum fjölda leikja á þessu tímabili. Nái hann takmarkinu, sem menn halda að sé um 15 leikir, mun það sjálfkrafa framlengja samninginn um eitt ár. En ef Pennant, sem hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu, nær ekki þessu takmarki, sem varð líklegra eftir að Liverpool datt úr leik í Deildarbikarnum, þá getur hann farið fyrir ekkert í júní.
Pennant fékk ekki sæti í hópnum fyrir sigurleikinn á móti West Brom þrátt fyrir að hafa byrjað síðustu tvo deildarleiki þar á undan og missti aftur af sæti í 18-manna hópnum á miðvikudaginn. Því er haldið fram að fjarveru Pennants á White Hart Lane megi rekja til agavandamála, en Pennant hafði byrjað leikinn gegn Crewe í umferðinni á undan.
Fyrr á tímabilinu hafði Rafa Benítez sagði Pennant að hann mundi ekki verða frystur út úr liðinu, þrátt fyrir að ákaft hefði verið reynt að selja hann í sumar. Vængmaðurinn hafnaði möguleika á að ganga til liðs við Stoke City eftir að fimm milljón punda tilboð hafði verið samþykkt, og hann var einnig nálægt því að ganga til liðs við Blackburn Rovers á lokadegi félagaskiptagluggans. Síðastliðnir atburðir eru líklegir til að koma skriði á brottför Pennants. Wigan hafa sýnt áhuga, sem og Bolton sem eru taldir líklegir til að bjóða 3.5 milljónir punda í leikmanninn í janúar.
Það sem flækir málið er samningurinn sem Pennant skrifaði undir þegar hann kom frá Birmingham City fyrir 6.7 milljónir punda í júlí 2006. Samningurinn rennur út í sumar, nema Pennant nái ákveðnum fjölda leikja á þessu tímabili. Nái hann takmarkinu, sem menn halda að sé um 15 leikir, mun það sjálfkrafa framlengja samninginn um eitt ár. En ef Pennant, sem hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu, nær ekki þessu takmarki, sem varð líklegra eftir að Liverpool datt úr leik í Deildarbikarnum, þá getur hann farið fyrir ekkert í júní.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan