Neil Mellor í skýjunum yfir að mæta Liverpool
Neil Mellor er alveg í skýjunum yfir því að Preston North End drógst gegn Liverpool í F.A. bikarnum. Konan hans gekk af göflunum þegar hún sá að Liverpool myndi mæta Preston. Þetta kom fram á vefsíðu Preston North End.
"Ég fylgdist með drættinum eins og ég geri á hverju ári því maður veit aldrei hvaða lið maður fær. Ég horfði á dráttinn með konunni minni og hún rak upp mikið öskur þegar í ljós kom hvaða lið við fengum. Ég náði þó að halda ró minni. Ég hef alltaf verið að hugsa um hvernig væri að spila á móti Liverpool frá því ég fór þaðan. Það var mjög skemmtilegt að liðin skyldu dragast saman. Það er strax farið að hringja í mig og biðja mig um miða á leikinn. Svo eru komnar beiðnir um treyjuna hans Steven Gerrard og Fernando Torres. Einn bað mig meira að segja um frakkann hans Rafael Benítez!"
Neil var líka fenginn í viðtal á Liverpoolfc.tv eftir að búið var að draga í F.A. bikarnum.
"Það verður skrýtið fyrir mig að spila á móti mönnum eins og Stevie G og Carra. Ég held alltaf með Liverpool og vona að linu gangi sem best og það yrði frábært ef Stevie myndi hampa Englandsbikarnum í lok leiktíðarinnar. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var á mála hjá Liverpool. Allt starfsliðið var frábært og þetta er alveg einstakt félag. Ég á nokkrar frábærar minningar frá því ég var á Anfield og ég vona að stuðningsmenn Liverpool taki mér vel."
Það ríkir mikil spenna í Preston eftir að liðin drógust saman og stuðningsmenn Preston eru strax farnir að hlakka til leiksins sem fer fram þriðja í nýári.
"Það verður örugglega fullur völlur á Deepdale. Þar er stúka sem heitir "The Bill Shankly Kop" svo það verður örugglega mögnuð stemmning á leiknum. Vonandi verð ég leikfær og ég vona að ég verði valinn í liðið. Ætli ég sleppi ekki því ekki að troða mig út af mat um jólin svo ég verði í toppstandi þegar leikurinn fer fram!"
Neil Mellor lék 22 leiki með Liverpool og hann skoraði sex mörk.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!