Real Madrid hefur áhuga á Jermaine Pennant
Það er ekki venjan hér á Liverpool.is að birta mikið af vangaveltum um framtíð einstakra leikmanna Liverpool. Hér kemur þó ein undantekning. Fyrir stuttu var fjallað í breskum fjölmiðlum um áhuga Real Madrid á Jermaine Pennant. Þótti mörgum ótrúlegt en mun þó rétt vera. Að minnsta kosti er eftirfarandi haft orðrétt eftir Jermaine sjálfum á vefsíðu spænska blaðamannsins Guillem Balague í dag.
"Ég veit að fyrir víst að Real Madrid hefur gert tilboð í mig. Real Madrid er frábært félag eins og Liverpool. Ég veit svo sem ekki hver staðan er nákvæmlega núna en ég er auðvitað upp með mér yfir því að stórlið eins og Real hafi sýnt mér áhuga. Við sjáum hvað setur.”
Jermeine Pennant hefur lítið komið við sögu hjá Liverpool á þessari leiktíð og aðeins tekið þátt í fjórum leikjum. Margir telja að hann muni yfirgefa Liverpool núna í janúar en skyldi hann fara til Real Madrid?
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna