Mark spáir í spilin
Þá er nýtt ár gengið í garð og því fylgir að 3. umferð F.A. bikarkeppninnar stendur fyrir dyrum. Liverpool hefur þá keppni og það er erfitt verkefni framundan. Liverpool mætir Preston North End á útivelli. Preston er fornfrægt félag og leikur nú í næst efstu deild þar sem liðið er meðal efstu liða.
Liverpoool vann F.A. bikarkeppnina árið 2006 en á síðustu tveimur leiktíðum hefur Liverpool ekki komist langt og allir muna eftir hrakförunum gegn Barnsley á síðustu leiktíð. Það hefur einhvern vegin verið þannig síðustu árin að Liverpool hefur annað hvort komst langt í F.A. bikarkeppninni eða þá stutt. Við vonum að nú verði lagt upp í langferð. Liverpool hefur jú aldrei leikið á hinum nýja Wembley en þar er endastöð fyrir þau tvö lið sem komast lengst.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarkeppnina sjö sinnum.
- Liverpool hefur unnið keppnina 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.
- Preston hefur unnið F.A. bikarkeppnina í tvígang. Fyrst 1889 og svo 1938.
- Bill Shankly, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, var í sigurliði Preston í F.A. bikarnum árið 1938.
- Bill er í hávegum hafður hjá Preston ekki síður en hjá Liverpool og til marks um það þá heitir ein stúkan á Deepdale, heimavelli Preston, í höfuðið á Bill Shankly.
- Liverpool hefur fallið út úr F.A. bikarkeppninni fyrir liðum úr neðri deild tvisvar á síðustu fjórum árum.
- Það er kannski góðs viti fyrir Liverpool að mæta Preston því Portsmouth sló þá Hvítu út úr keppninni á síðustu leiktíð og vann svo keppnina!
- Þetta er í þriðja sinn sem Liverpool og Preston mætast í F.A. bikarnum. Hvort lið hefur unnið eina viðureign.
- Einn fyrrum leikmaður Liverpool er á mála hjá Preston. Það er Neil Mellor.
Spá Mark Lawrenson
Preston North End v Liverpool
Preston þarf á peningum að halda og þar á bæ munu menn verða í skýjunum ef þeir næðu að fá aukaleik, sem gæfi vel af sér, við Liverpool á Anfield. Liverpool mun samt komast áfram. Ég er handviss um að Steven Gerrard mun spila á Deepdale þrátt fyrir það sem hann lenti í nú nýverið. Ég hugsa að Liverpool muni vilja drífa hann í næsta leik og hann vill örugglega líka taka þátt í þessum leik.
Úrskurður: Preston North End v Liverpool 1:1.
Fyrri rimmur í F.A. bikarnum.
10. febrúar 1894, 2. umferð. Liverpool 3:2 Preston North End.
17. febrúar 1962, 5. umferð. Liverpool 0-0 Preston North End.
20. febrúar 1962, 5. umferð, aukaleikur. Preston North End 0-0 Liverpool.
26. febrúar 1962. 5. umferð, annar aukaleikur. Leikið á Old Trafford. Liverpool 0-1 Preston North End.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!