Torres ánægður með endurkomuna
Leiktíðin hefur verið Fernando Torres erfið vegna meiðsla. Hann kom hins vegar inn á gegn Preston á laugardaginn og skoraði seinna mark Liverpool í 2:0 sigri. Það var sjötta mark hans á leiktíðinni.
Fernando er afar ánægður með að vera farinn að spila aftur. Nú vonast hann til að öll meiðsli séu að baki.
"Það er alltaf erfitt þegar maður spila ekki og missir af leikjum," sagði Torres í samtali við Liverpool Daily Post. "Maður vill vera á vellinum og hjálpa liðsfélögum sínum og leggja hart að sér, en nú eru meiðslin úr sögunni. Ég hef gleymt þeim og nú lít ég aðeins fram á við. Ég vona að öll mín meiðsli í aftanverðu læri séu úr sögunni og að ég geti haldið áfram að spila og skora fyrir Liverpool. Liðið hefur sýnt að það getur unnið án Stevie og án mín. Það er mjög mikilvægt. Það sýnir að við leikum sem lið. Ég kom til Liverpool til að vinna titla og ég vona að það gerist á þessu ári."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!