Tilboði í Pennant tekið
Portsmouth hafa boðið Liverpool tvær milljónir punda fyrir hægri kantmanninn Jermaine Pennant. Tilboðið hefur verið samþykkt og Pennant má hefja viðræður við suðurstrandarliðið um kaup og kjör.
Samningur Pennant rennur út í sumar og talið var að hann myndi jafnvel fá árs framlengingu á samningi sínum hjá félaginu til þess að hann myndi ekki fara frítt í sumar. Pennant hefur lítið fengið að spila á tímabilinu og aðeins leikið fjóra leiki. Það hefur legið fyrir upp á síðkastið að Jermaine er ekki lengur í áætlunum Rafa Benítez. Nú í kringum áramótin hafa sögusagnir hermt að Real Madrid og AC Milan sýnt Jermaine áhuga.
Jermaine Pennant var keyptur sumarið 2006 og hefur hann spilað 81 leik og skorað þrjú mörk, það minnistæðasta líklega gegn Chelsea á Anfield í janúar 2007, þegar hann skoraði með þrumuskoti frá vítateigsjaðrinum. Má sjá það mark hér á meðfylgjandi mynd.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!