Mark spáir í spilin

Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í efsta sæti deildarinnar tveimur stigum á undan Manchester United.
- Liverpool hefur nú haldið efsta sætinu í deildinni frá því þann 1. desember.
- Þetta verður í 209. sinn sem Liverpool og Everton leiða saman hesta sína.
- Sú deildarleikir einungis taldir þá telst þetta sá 180. í röðinni.
- Liverpool hefur unnið 82 af þeim 208 leikjum sem liðin hafa leikið. Everton hefur unnið 64.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Everton hefur unnið fjóra síðustu leiki sína.
- Everton hefur ekki fengið á sig mark í 350 mínútur.
- Fernando Torres hefur skorað þrjú síðustu mörkin sem Liverpool hefur skorað gegn Everton.
- Liverpool hefur unnið fimm og gert fimm jafntefli í síðustu tíu deildarleikjum.
- Það eru aðeins 1,9 kílómetrar á milli Anfield Road og Goodison Park. Ekki er styttra milli neinna leikvanga félaga sem nú eru í efstu deild á Englandi.
- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road. 30. mars 2008. Liverpool : Everton. 1:0. Mark Liverpool: Fernando Torres (7. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Everton
Everton hefur staðið sig frábærlega síðustu vikurnar án þess að hafa hreinræktaðan sóknarmann til taks. Mig rekur svo ekki minni til þess hvenær liðið fékk síðast mark á sig. Form liðanna hefur ekki endilega mikið að segja í svona derby leikjum. Líklega verður þetta gríðarlega jafn leikur og trúlega nær Liverpool að merja sigur. En það sem maður hefur áhyggjur af í sambandi við þá Rauðu er hver, ef Fernando Torres er ekki byrjunarliðinu og Robbie Keane er á bekknum, fyrir utan Steven Gerrard átti helst að geta gert út um leiki.
Úrskurður: Liverpool v Everton 1:0.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna