Jermaine vill ekki fara frá Liverpool
Liverpool og Portsmouth hafa náð samkomulagi um sölu Jermaine Pennant. Hann vill þó ekki fara frá Liverpool. Hann vill frekar berjast fyrir sæti sínu í liði Liverpool og það þó hann hafi ekki leikið með Liverpool frá því í nóvember. ,,Ég vil helst vera áfram hjá Liverpool og ég vona að svo verði. Það hafa verið miklar vangaveltur um framtíð mína en ég hef alltaf sagt að ég vilji vera áfram hjá félaginu."
Rafaerl Benítez vonast þó til þess að Jermaine geri samning við Portsmouth. ,,Við erum búnir að gera samning við Portsmouth og bíðum nýjustu frétta. Ég held að leikmaðurinn muni taka tilboðinu og málið leysist."
Tony Adams, framkvæmdastjóri Portsmouth, sem kynntist Jermaine Pennant hjá Arsenal vill endilega fá Jermaine til liðs við sig. Hann vill að hann leiki á kantinum og dæli sendingum fyrir á Peter Crouch. Það er þó ekki gott að segja hvernig þetta mál endar. Mörgum þykir að Jermaine sé að taka undarlega ákvörðun um að vilja vera áfram hjá Liverpool því hann hefur aðeins leikið fjóra leiki með aðalliðinu á þessari leiktíð. Síðasti leikur hans með Liverpool var reyndar í 1:0 sigri á Portsmouth. En það spilar kannski inn í að Jermaine er búinn að halda með Liverpool frá barnæsku.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur