Jermaine Pennant lánaður til Portsmouth
Liverpool hefur lánað Jermaine Pennant til Portsmouth. Kantmaðurinn verður þar fram á sumar. Ekkert varð af því að Jermaine myndi gera langtíma samning við bikarmeistarana. Liverpool og Portsmouth voru búin að ná samkomulagi um vistaskipti en Jermaine vildi vera áfram hjá Liverpool. Úr varð lánssamningur.
Tony Adams, framkvæmdastjóri Portsmouth er ánægður með að fá Jermaine í liðið þó hann fengi hann ekki fyrir fullt og fast eins og hann vildi. "Ég er búinn að þekkja hann lengi. Við vorum saman hjá Arsenal fyrir margt löngu. Þá var hann bara ungur strákur en mjög efnilegur. Ég sá hann spila með Peter Crouch í útileik við Fulham á síðustu leiktíð. Þá lék hann hvað eftir annað á vinstri bakvörð þeirra og sendi fyrir á Crouchie."
Jermaine Pennant kom til Liverpool frá Birmingham sumarið 2006. Hann hefur leikið 81 leik með og skorað þrjú mörk. Þess má til gamans geta að síðasti leikur Jermaine með Liverpool, í bili að minnsta kosti, var gegn Portsmouth. Liverpool vann þá 1:0 á Anfield Road. Það var fjórði leikur hans á leiktíðinni.
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!