Umsagnir
Það er alltaf áhugavert að lesa umsagnir fjölmiðla um framgöngu leikmanna Liverpool. Staðarblaðið Daily Post gaf leikmönnum Liverpool þessa umsögn eftir grannaslaginn við Everton.
PEPE REINA: Varði vel frá Victor Anichebe og svo frábærlega skalla frá Tim Cahill en hann er örugglega vonsvikinn vegna þess að Ástralinn náði að skora hjá honum undir lokin. Einkunn: 7.
JAMIE CARRAGHER: Alvaro Arbeloa er að ná sér eftir meiðsli og því ég hugsanlegt að þessi trausti leikmaður verði færður í sína uppáhaldsstöðu sem miðvörður í næsta leik. Hann hélt hinum brögðótta Steven Pienaar vel í skefjum. Einkunn: 8.
FABIO AURELIO: Hafði róandi áhrif á vörnina og sýndi hvers vegna það væri gott fyrir Liverpool ef hann héldist heill til að vera í liðinu sem vinstri bakvörður en sú staða hefur oft verið veikleiki. Einkunn: 7.
MARTIN SKRTEL: Hin mikla barátta í derby leik átti að henta Slóvakanum vel. Hann hafði oft betur í baráttu sinni við Tim Cahill sökum hæðar sinnar en barátta Ástralans setti hann út af laginu. Einkunn: 7.
SAMI HYYPIA: Ekki þekktur fyrir að skapa mikið en hann lagði upp færi fyrir Fernando Torres með frábærri stungusendingu. Þetta var besta færi Liverpol í fyrri hálfleik. Einkunn: 7.
DIRK KUYT: Var látlaust að og kæfði margar sóknartilraunir Leighton Baines í fæðingu. Einkunn 7.
STEVEN GERRARD: Fékk nokkrum sinnum að finna fyrir því en hann sýndi enn og aftur að hann lætur til sín taka þegar mikið er undir og hann þurfti aðeins eitt færi til að gera skaða. Þegar hann fékk boltann virtist hann ætla að skjóta vinstra megin við Tim en svo fór bylmingsskot hans hægra megin við hann og í netið. Einkunn: 9.
XABI ALONSO: Leikstjórnandinn átti erfitt uppdráttar. Slök sending hans var næstum búin að færa Tim greiða leið að markinu. Hann skall svo með höfuðið á Victor Anichebe. Hann náði ekki að stjórna leiknum á miðjunni eins og hann er vanur. Einkunn: 6.
ALBERT RIERA: Reyndi að sýna tilþrif sem ekki gengu öll upp en hann var næstum búinn að skora eftir að hafa náð boltanum af Tony Hibbert en skot hans fór rétt framhjá stönginni hægra megin við Tim. Náði góðri rispu eftir leikhlé þegar hann lagði upp markið fyrir Steven. Einkunn: 7.
ROBBIE KEANE: Hann barðist vel og hélt miðvörðum Everton við efnið en hann náði ekki að leika jafn vel og hann gerði í fyrri leik liðanna á Goodison. Honum var skipt af velli rétt áður en Liverpool skoraði. Einkunn: 6.
FERNANDO TORRES: Hann sýndi hvers vegna Liverpool hefur saknað hans úr sókninni síðustu vikurnar. Hann átt magnaðar rispur og hraði hans vakti alltaf ógn í fyrri hálfleik. Hann var skiljanlega æ þreyttari eftir því sem á leið. Einkunn: 8
YOSSI BENAYOUN, leysti Robbie Keane af á 87. mínútu.: Var ekki nógu sterkur og náði ekkert að láta að sér kveða. Einkunn: 6.
LUCAS LEIVA, leysti Fernando Torres af á 85. mínútu.: Spilaði af stutt til að fá einkunn.
RYAN BABEL, leysti Albert Riera af á 89. mínútu. Spilaði of stutt til að fá einkunn.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!