Örfá sæti laus
Síðasta ferð sem Liverpoolklúbburinn á Íslandi setti í sölu var fljót að seljast upp. Nú er komið að næstu ferð og verður um heldur betur spennandi leik að ræða, sannkallaðan toppslag. Liverpool mun í þeirri ferð taka á móti liði Aston Villa, sem hefur verið óhemju sterkt í vetur. Að vanda er takmarkað sætaframboð og því um að gera að hafa skjótar hendur, því lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær er í fullu gildi. Að sjálfsögðu hafa meðlimir Liverpoolklúbbsins forgang og því um að gera að skrá sig í klúbbinn ef menn hafa ekki gert það áður. Annars verður ferðatilhögun svona:
Liverpool v Aston Villa 20. - 23. mars
Flug:
20. mars FI 440 KEF MAN 17:30 20:05
23. mars FI 441 MAN KEF 21:05 23:35
Gisting:
Radison SAS Hotel
107 Old Hall Street
Frábært 4 stjörnu hótel í miðborg Liverpool
Verð: 95.000 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: flug, skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði, miði á leikinn, rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn
Aukagjald f. einbýli 28.000 kr.
Hægt er að bóka ferðina á netinu á www.uu.is undir íþróttir eða með því að senda mail á [email protected]
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir