Mark spáir í spilin
Þá hefst baráttan um Englandsmeistaratitilinn á nýjan leik rftir bikarrimmuna gegn Everton. Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á árinu og ekki dugar annað en að breyta því. Jafnteflin hafa verið dýrkeypt og Liverpool verður að vinna þennan leik til að komast aftur í gang. Manchester United leiðir nú deildina og lið á borð við Chelsea, Aston Villa og Arsenal eru skammt undan. Á síðustu leiktíð voru það í raun jafnteflin sem gerðu út um meistaravonir Liverpool því stutt var í meistaraliðið þegar upp var staðið. Nú stefnir í það sama ef jafnteflin halda áfram. Það er því alger nauðsyn að Liverpool næli í þrjú stig gegn Wigan.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar.
- Liðið hefur jafn mörg stig og Manchester United en ensku meistararnir hafa betra markahlutfall.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Liverpool hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum.
- Liverpool hefur unnið fimm og gert sex jafntefli í síðustu ellefu deildarleikjum.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á þessu ári.
- Einn fyrrum leikmaður Liverpool er í herbúðum Wigan. Það er markvörðurinn Chris Kirkland.
- Síðasti deildarleikur liðanna á JJB leikvanginum. 29. september 2007. Wigan Athletic : Liverpool. 0:1. Mark Liverpool: Yossi Benayoun (75. mín.)
Spá Mark Lawrenson
Wigan Atheltic v Liverpool
Þetta verður erfiður leikur fyrir Liverpool en það gæti verið gott að mæta Wigan núna því Wilson Palacios og Emile Heskey hafa yfirgefið JJB leikvanginn. Heimamenn hafa verið í mjög góðu formi þó þeir hafi tapað tveimur síðustu leikjum gegn Manchester liðunum. Ég held að þeir Rauðu muni vinna þennan leik og komist aftur í gang í titilbaráttunni.
Úrskurður: Wigan Atletic v Liverpool 0:2.
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir