Mark spáir í spilin
Hvað er það eiginlega með öll þessi jafntefli? Á síðustu leiktíð gerðu þau út um titilvonir Liverpool og það einmitt á þessum árstíma. Nú rignir jafnteflunum inn líkt og í fyrra. Leikmenn Liverpool verða nú að gera sér grein fyrir því að þeir verða að fara að vinna leiki. Öðruvísi mun Englandsmeistaratitillinn ekki vinnast.
Mikill kurr er hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir jafnteflið gegn Wigan. Það er óþolandi að hafa fært Manchester United toppsætið með öllum þessum jafnteflum og sigur verður að vinnast gegn Chelsea. Það sama þurfti gegn Wigan, Everton og Stoke svo nokkrir jafnteflisleikir séu nefndir. Nú verða leikmenn Liverpool að vinna. Leikmenn liðsins verða að sýna að þeir ætli sér titilinn. Þeir leikmenn sem eru ekki valdir munu ekki geta lagt sitt af mörkum en hinir, sem eru inni á vellinum, verða að sýna sitt rétta andlit. Rafael Benítez velur liðið og leggur línurnar en leikmennirnir spila leikina. Þeir ráða úrslitum!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar á eftir Manchester United og Chelsea.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Liverpool hefur gert jafntefli í síðustu fjórum leikjum.
- Liverpool hefur unnið fimm og gert sjö jafntefli í síðustu tólf deildarleikjum.
- Jose Reina hefur haldið marki sínu hreinu í sex af síðustu níu deildarleikjum á Anfield Road.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á þessu ári. Liðið hefur ekki heldur tapað á árinu. Öllum hefur lokið með jafntefli!
- Liverpool er með átta stigum meira en á sama tíma á síðustu leiktíð.
- Chelsea er með tveimur stigum minna en á sama tíma fyrir ári.
- Liverpool vann 1:0 sigur á Stamford Bridge í haust. Xabi Alosno fagnaði markinu en hann átti skot sem fór í Jose Bosingwa og í mark Chelsea. Markið hefur nú verið úrskurðað sem sjálfsmark.
- Liverpool hefur ekki unnið sigur á Chelsea heima og úti síðan á leiktíðinni 1989/90. Þá varð liðið síðast Englandsmeistari!
- Einn fyrrum leikmaður Liverpool er í herbúðum Chelsea. Þetta er Frakkinn Nicolas Anelka sem var lánsmaður hjá Liverpool leiktíðina 2001/02.
- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road. 19. ágúst 2007. Liverpool : Chelsea. 1:1. Mark Liverpool: Fernando Torres. (16. mín.). Mark Chelsea: Frank Lampard víti (62. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Chelsea
Ég held að það hafi eitthvað komið fyrir Rafael Benítez, framkvæmdastjóra Liverpool, þegar hann fór í nýrnaaðgerðina. Allt í einu er hann farinn að spila af þeirri varkárni sem hann var svo gjarn á. Hann brást ókvæða við ummælum Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester United. Hann tók Steven Gerrard og Fernando Torres af velli undir lok leiksins við Wigan. Þetta eru allt undarlegar ákvarðanir. Í herbúðum Chelsea munu menn verða sáttir með jafntefli og ég er handviss um að sú verður niðurstaðan.
Úrskurður: Liverpool v Chelsea 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!