Við munum berjast til enda!
Fernando Torres sökkti Chelsea með tveimur mörkum í gær. Hann var ða sjálfsögðu ánægður með mörkin og segir að Liverpool muni berjast um titilinn við Manchester United til enda leiktíðarinnar.
“Við vissum fyrirfram að þetta var gríðarlega mikilvægur leikur og allir leikmenn liðsins gerðu sér grein fyrir því. Við vorum því staðráðnir í að vinna leikinn frá því hann hófst og allt til enda. Við vitum að leikir á Englandi, frekar en í öðrum löndum, geta ráðist undir lokin. Mörkin geta komið hvenær sem er og þess vegna verður maður að berjast þar til leiknum lýkur. Við erum mjög ánægðir með að hafa unnið 2:0. Sigurinn hefur fært okkur trú og sjálfstraust."
Fernando Torres hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Hann er hæstánægður með að vara kominn á skrið á nýjan leik.
"Það hefur verið erfitt fyrir mig að vera frá vegna meiðsla og ég er mjög ánægður með að vera kominn í gang. Ánægðastur er ég þó með sigurinn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég skoraði tvö mörk frá því ég kom baka eftir meiðslin. Að auki náði ég að skora á heimavelli í fyrsta sinn á leiktíðinni. Það var frábært að gera það á móti Chelsea. Hvað titilbaráttuna varðar þá er mikið eftir af leiktíðinni. Við vitum að Manchester United er á toppnum núna en við munum veita þeim harða keppni allt til enda leiktíðarinnar. Við náðum að draga á þá með sigrinum og við vitum að við eigum möguleika á að vinna titilinn."
Hér eru svo mörkin sem Fernando skoraði gegn Chelsea!
1:0!
2:0!
Allir glaðir!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!