| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Enn meiðist Degen
Svissneski bakvörðurinn Philipp Degen hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk til liðs við Liverpool á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund í sumar. Hann byrjaði á því að fara í aðgerð rétt fyrir byrjun tímabilsins, síðan þá hefur hann átt í reglulegum meiðslum og leikið tvo leiki með aðalliðinu síðan tímabilið hófst og meiðst í þeim báðum.
Hann tók þátt í varaliðsleik Manchester United og Liverpool, sem fram fór fyrir skömmu en þar varð hann fyrir meiðslum og mun ekki leika næstu fjórar til fimm vikurnar. Röntgenmyndir hafa sýnt að ekkert er brotið en hann muni þó vera frá í mánuð í það minnsta.
Degen hefur ekki enn leikið deildarleik fyrir Liverpool en hann hefur einungis tekið þátt í bikarleikjunum gegn Tottenham og Crewe, og eins og segir þá meiddist hann í þeim báðum. Segja má að ferill Degen hjá Liverpool hafi verið vonbrigði en vonandi mun hann hrista þessi meiðsli af sér og ná að sýna sitt rétta andlit hjá Liverpool.
Núna fyrr í dag var einnig birt að Liverpool hafi skipt út Degen úr leikmannahópi sínum sem mun taka þátt í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í hans stað kemur Sami Hyypia.
Hann tók þátt í varaliðsleik Manchester United og Liverpool, sem fram fór fyrir skömmu en þar varð hann fyrir meiðslum og mun ekki leika næstu fjórar til fimm vikurnar. Röntgenmyndir hafa sýnt að ekkert er brotið en hann muni þó vera frá í mánuð í það minnsta.
Degen hefur ekki enn leikið deildarleik fyrir Liverpool en hann hefur einungis tekið þátt í bikarleikjunum gegn Tottenham og Crewe, og eins og segir þá meiddist hann í þeim báðum. Segja má að ferill Degen hjá Liverpool hafi verið vonbrigði en vonandi mun hann hrista þessi meiðsli af sér og ná að sýna sitt rétta andlit hjá Liverpool.
Núna fyrr í dag var einnig birt að Liverpool hafi skipt út Degen úr leikmannahópi sínum sem mun taka þátt í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í hans stað kemur Sami Hyypia.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan