Mark spáir í spilin
Allir draumar um ferð á Wembley eru úr sögunni. Vinnanlegum titlar eru komnir úr fjórum niður í tvo og Robbie Keane er farinn. Svo verður Steven Gerrard eitthvað frá vegna meiðsla. Nú er að herða róðurinn.
Ein vika er oft ótrúlega langur tími í knattspyrnuheiminum og það hefur eitt og annað gerst frá því Liverpool vann Chelsea um síðustu helgi. Flest ekki nógu gott. Tapið gegn Everton í F.A. bikarnum sveið sárt og að auki meiddist Steven Gerrard í þeim leik. En leikmenn Liverpool verða nú að þjappa sér saman og leggja Portsmouth að velli. Sigurinn myndi færa Liverpool efsta sætið í deilidnni í bili að minnsta kosti. Ástandið er nú ekki verra en það! Nú er lag!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Liverpool vann sinn fyrsta deildarsigur á árinu gegn Chelsea um síðustu helgi.
- Liverpool tapaði sínum fyrsta leik frá því í nóvember, núna í vikunni, þegar liðið tapaði fyrir Everton í F.A. bikarnum.
- Liverpool hafði leikið sextán leiki án taps.
- Portsmouth er ríkjandi bikarmeistari en liðið féll úr F.A. bikarnum á dögunum eftir 2:0 tap á heimavelli fyrir Swansea.
- Swansea er frá Wales eins og Cardiff sem Portsmouth vann 1:0 í úrslitaleiknum í F.A. bikarnum í vor.
- Portsmouth hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu deildarleikjum sínum.
- Liverpool hefur unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum á Fratton Park.
- Liverpool nær efsta sæti deildarinnar með sigri.
- Fjórir fyrrum leikmenn Liverpool eru í herbúðum Portsmouth. Þetta eru þeir David James, Peter Crouch, Djimi Traore og Jermaine Pennant. Jermaine er reyndar í láni enn sem komið er og má því ekki leika gegn Liverpool.
- Síðasti deildarleikur liðanna á Fratton Park 15. september 2007. Portsmouth : Liverpool. 0:0.
Spá Mark Lawrenson
Portsmouth v Liverpool
Ég bara skil ekki þegar staðan er þannig sett upp að Tony Adams fái þrjá leiki til að bjarga starfi sínu. Annað hvort hefur stjórn félagsins trú á að hann geti skilað sínu starfi eða ekki. Það var ekki honum að kenna að liðið hans var veikt með því að selja þá Jermaine Defoe og Lassana Diarra. Hann er þó búinn að kaupa nokkra menn og þeir Peter Crouch og Jermaine Pennant vvilja örugglega sanna sig á móti sínum gömlu félögum í Liverpool. Það er allt útlit á að Steven Gerrard verði ekki leikfær og Fernando Torres virtist ekki vera mjög sprækur þegar dró að lokum tapleiksins við Everton. Ég held að Liverpool muni eiga erfitt uppdráttar í þessum útileik við Pompey.
Úrskurður: Portsmouth v Liverpool 1:1.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum