| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Andriy Voronin væri til í að snúa aftur
Framherjinn Andriy Voronin, sem er á láni hjá Herthu Berlín í Þýskalandi, hefur sagt að hann myndi vilja snúa aftur til Liverpool. Hann flutti sig um set til Þýskalands síðastliðið sumar og gildir lánssamningur hans hjá Herthu til loka tímabilsins, en hann náði ekki að setja mark sitt á lið Liverpool í fyrra.
Í kjölfar sölu Robbie Keane til Tottenham þá hafa vaknað margar spurningar varðandi breiddina í sóknarlínu Liverpool og hefur Voronin sagt að hann vilji vera áfram hjá Herthu en sé tilbúinn í að snúa aftur í ensku Úrvalsdeildina.
"Það hafa ekki átt sér stað viðræður milli mín, umboðsmanns míns og Dieter Hoeness, stjórnarformanns Herthu, enn sem komið er. Við viljum hefja viðræður við félagið sem fyrst.
Ég veit að umboðsmaður minn hefur verið í viðræðum við Liverpool undanfarið. Ég er enn með samning hjá Liverpool. Það var verið að selja Robbie Keane, þar til hann kom til liðsins í sumar þá var ég að fá tækifæri hjá Liverpool.
Þeir hafa færri framherja núna. Ég væri til í að vera áfram hjá Herthu, og þó ég myndi kannski ekki vera lengur þar þá mun ég gera mitt besta allt til enda tímabilsins." sagði Voronin.
Það má svona til gamans geta að bæði Robbie Keane og Andriy Voronin hafa leikið 19 deildarleiki fyrir Liverpool og báðir hafa þeir skorað fimm mörk í þeim leikjum, það verður að teljast svolítill munur á því ef skoðað er að Keane var keyptur á hátt í tuttugu milljónir punda en Voronin kom á frjálsri sölu. Andriy hefur skorað nokkur mörk fyrir Hertha Berlin á þessari leiktíð.
Í kjölfar sölu Robbie Keane til Tottenham þá hafa vaknað margar spurningar varðandi breiddina í sóknarlínu Liverpool og hefur Voronin sagt að hann vilji vera áfram hjá Herthu en sé tilbúinn í að snúa aftur í ensku Úrvalsdeildina.
"Það hafa ekki átt sér stað viðræður milli mín, umboðsmanns míns og Dieter Hoeness, stjórnarformanns Herthu, enn sem komið er. Við viljum hefja viðræður við félagið sem fyrst.
Ég veit að umboðsmaður minn hefur verið í viðræðum við Liverpool undanfarið. Ég er enn með samning hjá Liverpool. Það var verið að selja Robbie Keane, þar til hann kom til liðsins í sumar þá var ég að fá tækifæri hjá Liverpool.
Þeir hafa færri framherja núna. Ég væri til í að vera áfram hjá Herthu, og þó ég myndi kannski ekki vera lengur þar þá mun ég gera mitt besta allt til enda tímabilsins." sagði Voronin.
Það má svona til gamans geta að bæði Robbie Keane og Andriy Voronin hafa leikið 19 deildarleiki fyrir Liverpool og báðir hafa þeir skorað fimm mörk í þeim leikjum, það verður að teljast svolítill munur á því ef skoðað er að Keane var keyptur á hátt í tuttugu milljónir punda en Voronin kom á frjálsri sölu. Andriy hefur skorað nokkur mörk fyrir Hertha Berlin á þessari leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan