| Sf. Gutt

Andriy vil setjast að í Berlín

Andriy Voronin er nú hetja stuðningsmanna Hertha Berlín eftir að hann skoraði tvívegis og kom liðinu á topp þýsku deildarinnar. Úkraínumaðurinn skoraði bæði mörk Hertha þegar liðið vann Bayern Munchen 2:1 um helgina á Olympíuleikvanginum í Berlín. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Berlínar liðsins á þessari leiktíð með góðri frammistöðu og nokkrum mörkum. Andriy hefur nú hug á að ílengjast í höfuðborg Þýskalands.

Andriy sagðist vera búinn að funda með forráðamönnum Herta Berlin í viðtali við Bild. "Jú, við erum búnir að halda fyrsta fundinn um málið." Umboðsmaður hans sagði að viðræðurnar hefðu verið góðar og stefndu í góðan farveg.

Dieter Hoeness forstjóri Herta vill endilega fá Andriy til að semja við félagið. "Báðir málsaðilar hafa áhuga á að ræða málið frekar. Við metum framgöngu Andriy mikils. Mörkin hans hafa verið mikilvæg, hann hefur jákvæð áhrif hérna og reynsla hans skiptir okkur miklu. Hann segir líka að hann Herta hafi forgang hjá honum og sér líði mjög vel hjá okkur hérna í Berlín."

Það gæti því farið svo að Andriy Voronin ílengist í Berlín. Það gæti þó sett strik í reikning hans og forráðamanna Hertha Berlín að Rafael Benítez er ekki búinn að útiloka að kalla Úkraínumanninn aftur til Liverpool. Frétt þess efnis birtist í síðustu viku og þá sagði Andiy að forráðamenn Hertha Berlin væru ekki búnir að ræða neitt við sig um áframhaldandi veru þar. Oft hefur verið sagt að vika geti verið langur tími í stjórnmálum og það sama gildir um knattspyrnuheiminn!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan